Verkefnastjóri á menningarsviði

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir því að ráða verkefnastjóra í 50% hlutastarf við stjórnun og umsjón menningarviðburða frá 15. maí
til 15. ágúst nk. Meðal verkefna er undirbúningur og rekstur Hafnardaga og annarra hátíða á vegum sveitarfélagsins. Þá felur starfið í sér aðkomu að auknu framboði menningarefnis tengt sumardagskrá barna og ungmenna, undirbúning móttöku gesta
og ýmislegt fl. á sviði mannlífs og menningar í Sveitarfélaginu.

Starfið felur í sér sveigjanlegan vinnutíma og reynir verulega á getuna til agaðra og sjálfstæðra vinnubragaða auk ríkra leiðtoga- hæfileika og hæfni í samskiptum. Eðli málsins samkvæmt verður viðvera mest á meðan á Hafnardögum stendur.

Umsóknarfrestur er til 19. apríl og ber að skila umsóknum ásamt ferilskrá í afgreiðslu bæjarskrifstofa að Hafnarbergi 1.

 Frekari upplýsingar veitir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í síma 480-3800 og netfangið ellidi@olfus.is.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?