Ágæti gjaldandi

Merki Sveitarfélagsins Ölfuss
Merki Sveitarfélagsins Ölfuss

Ágæti gjaldandi.

Sveitarfélagið Ölfus mun frá og með 10. mars . n.k. hætta að póstleggja greiðsluseðla til einstaklinga.
Þess í stað hefur verið opnuð vefgátt þar sem þeir geta skoðað reikninga yfirlit og greiðslur frá og með 1. janúar 2017.

Á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is er hnappur merktur „Íbúagátt“
Með því að velja hann getur notandi skráð sig með öruggum hætti inn á síðu sem innifelur fjárhagsupplýsingar hans hjá sveitarfélaginu og fer skráning fram með rafrænum skilríkjum.

Með þessu er sveitarfélagið að auka hagkvæmni í rekstri og gera álagningar- og greiðsluferlið um leið umhverfisvænna m.a. með minni pappírsnotkun.
Um er að ræða töluverðan sparnað vegna prentunar, frágangs og póstsendinga á greiðsluseðlum.

Í heimabanka viðkomandi koma áfram greiðsluupplýsingar vegna reikninga sveitarfélagsins og íbúum stendur áfram til boða að greiða reglubundnar greiðslur til sveitarfélagsins með öruggum og auðveldum hætti  t.d. með mánaðarlegri færslu á kreditkort eða beingreiðslum gegnum greiðsluþjónustu banka.

Þeir sem eru 70 ára og eldri munu fá senda greiðsluseðla og einnig þeir sem þurfa vegna sérstakra aðstæðna að fá senda greiðsluseðla geta sérstaklega óskað eftir því með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbergi 1 síma 480-3800 eða sent tölvupóst á netfangið  olfus@olfus.is

                                                                                                                                                         Bæjarritari.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?