Auglýsing á skipulagstillögum

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á 291. fundi sínum þann 27. maí 2021 að auglýsa eftirtaldar skipulagstillögur samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. málsgrein 41. greinar sömu laga.  

Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarhverfi vestan Þorlákshafnar.

Tillagan gerir ráð fyrir íbúðasvæði með fjölbreyttu búsetuformi í einbýli, fjölbýli, par- og raðhúsum. Hverfið er vestan byggðar í Þorlákshöfn en sunnan við framlengingu Selvogsbrautar til vesturs. Leitast hefur verið við að skapa nánd við náttúru svæðisins og vernda hraunmyndanir sem þar eru að finna.

Deiliskipulagstillaga - Greinargerð

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns.

Gerð er lítilsháttar breyting á samþykktu skipulagi hverfisins.

-Hámarks stærð raðhúsa með bílskúr má ekki vera meiri en 120m2 en verður allt að 150 m2 við breytinguna.

-Kvöð er um a.m.k. 1 metra skörun á milli veggflata en hún verður nú 0,3 metrar.

-Bindandi byggingarlínur eru gerðar leiðbeinandi.

-Hámarks nýtingarhlutfall á lóðum er 0,30 og ekki er samræmi milli þess og hámarks byggingarmagns og er þetta ósamræmi leiðrétt.

Deiliskipulagstillaga Norðurhraun - Greinargerð Norðurhraun

 

Deiliskipulag Lækur II, lóð 3.

Lóðin er 5,1 ha rétt ofan við Þorlákshafnarveg. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, vinnustofu, geymslu, hlöðu, gripahúsi, gestahúsi, leikhúsi barna og hænsnakofa, allt í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagstillaga Lækur II

 

Deiliskipulag fyrir Auðsholt

Deiliskipulagstillagan markar 4 nýjar lóðir í landinu, þar af tvær fyrir íbúðarhús, lóð fyrir hesthús og 30 ha lóð þar sem hugmyndin er að stofna nýtt lögbýli á. Skipulagið er unnið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.

Deiliskipulagstillaga Auðsholt

 

Deiliskipulag Grímslækjarheiði – Sögusteinn.

Gert er ráð fyrir íbúðarlóðum á svæði sem er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi.

Eldra deiliskipulag svæðisins sýndi allar byggingarlóðir á svæðinu sem frístundalóðir. Tvö íbúðarhús standa á svæðinu, Sögusteinn og Hlíðarás, húsin eru skráð íbúðarhús, þó þau standi á lóðum sem eru skipulagðar sem frístundalóðir skv. gildandi deiliskipulagi. Þetta misræmi er lagfært í nýju skipulagi þar sem allar lóðir á svæðinu eru skilgreindar sem íbúðarlóðir í samræmi við aðalskipulag.

Deiliskipulagstillaga Grímslækjarheiði

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 2. júní til 15. júlí 2021

Þeir sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda tölvupóst á skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 15. júlí 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?