Auglýsing á skipulagstillögum

Merki Sveitarfélagsins Ölfuss
Merki Sveitarfélagsins Ölfuss

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar af bæjarstjórn á fundi hennar þann 25. maí 2023:

 

Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillaga fyrir byggð vestan Þorlákshafnar, norðan Selvogsbrautar

Deiliskipulögð er íbúðabyggð á tveim reitum sem heita ÍB10 og ÍB11 í aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Skilgreindir eru byggingarreitir og settir skilmálar fyrir uppbyggingu íbúðabyggðar sem samanstendur af einbýlis- par-, raðhúsum og fjölbýlishúsum.

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – Deiliskipulagsuppdráttur

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – Skýringarmynd

Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar - Deiliskipulagsgreinargerð

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 15. júní til 27. júlí 2023.   Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir lok vinnudags þann 27. júlí 2023.

 

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagsgerðar vegna efnistökusvæðis við Litla-Sandfell

Gert er ráð fyrir að stækka námavinnslusvæðið í Litla-Sandfelli úr 24,2 í um 40 hektara. Í lýsingunni kemur fram hvaða áherslur verða við deiliskipulagsgerðina og fram koma upplýsingar um forsendur og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum

Efnistökusvæði í Litla-Sandfelli - skipulagslýsing

 

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 15. til 29. júní 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti á Skipulagsfulltrúi, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn fyrir lok vinnudags þann 29. júní 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?