Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar og 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru:

Deiliskipulag fyrir Árbæ 3 land, lnr.171652.

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveimur hæðum.

Deiliskipulagstillaga Árbær 3

 

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustuhús og íbúðarhús í Akurgerði

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.

Deiliskipulagsuppdráttur Akurgerði

Greinargerð með deiliskipulagstillögu

 

Deiliskipulag fyrir Fiskeldi á Bakka 1

Efla ehf. fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu án hennar. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.

Deiliskipulagsuppdráttur Bakki 1

Greinargerð Bakki 1

 

Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi.

Efla ehf. hefur unnið breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu. Þá er byggingarmagn aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss, sett inn skjólmön og skipulagsmörkum breytt lítillega, því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau voru fyrir.

Deiliskipulagstillaga Árbær 4

 

Deiliskipulag fyrir Akurholt II

Minjastofnun gerði athugasemd við deiliskipulagið og bað um að hesthúsatóft á svæðinu væri færð inn á uppdráttinn. Vegagerðin bað um að eldri vegtengingu á móts við heimreið að Kotströnd yrði lokað og að þess yrði gætt að ný vegtenging væri hornrétt á þjóðveg a.m.k. 20 metra inn á lóðina. Komið hefur verið til móts við þetta í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.

Deiliskipulag Akurholt II

 

Aðalskipulagsbreyting vegna nýs hverfis vestan byggðar í Þorlákshöfn

Skipulagið kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem þurfti að lagfæra í aðalskipulagsbreytingunni.

Aðalskipulagsbreyting nýtt hverfi 

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 19. – 21. október 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 21. október 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?