Auglýsing um skipulag

Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Deiliskipulagið fjallar um athafnasvæði í Þorlákshöfn sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Skipulagssvæðið er að hluta byggt upp nú þegar og er starfsemin á svæðinu af ýmsum toga eins og verkstæði, vinnsla fiskafurða o.fl. Landnotkun á svæðinu er skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 og er athafnasvæði, iðnaðarsvæði og að litlum hluta verslunarsvæði. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. 

 Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Þær heita „Unu og Vesturbakki“ samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2018 og „Iðnaðarsvæði í Þorlákshöfn“ samþykkt í bæjarstjórn 26. nóvember 2009.

Uppdráttur athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

Greinargerð athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar - Unu- og Vesturbakki

Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 18. júní 2020.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 18. júní 2020.

 Deiliskipulag Borgargerðis í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 278, þann 30. apríl 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Borgargerði í Ölfusi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Skipulagið gerir ráð fyrir þremur nýjum íbúðarhúsum á svæðinu, nýju húsi til landbúnaðarnota og byggingarreit fyrir frístundahús, auk þess sem eldri hús eru sýnd, en þau eru 5 talsins. Svæðið er merkt sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Því er skipt í fjórar lóðir á bilinu 7.224 m2 upp í 23.667 m2. Miðað við tillöguna gæti fjöldi húsa á svæðinu mest orðið 9 hús auk 3 bílskúra/skemma.

Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022. 

Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 18. júní 2020.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 18. júní 2020.

Skipulagslýsing fyrir Riftún í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 278, þann 30. apríl 2020 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir Riftún í Ölfusi, skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Gert ráð fyrir uppbyggingu Riftúnslauga og þjónustuhúss neðan vegar auk hestaleigu. Óskað er eftir því að skipulagslýsingin verði tekin til formlegrar meðferðar hjá skipulagsnefnd. Fyrirhugað er að Hermann Ólafsson hjá Landhönnun á Selfossi annist deiliskipulagsvinnu/breytingu á aðalskipulagi.

 Skipulagslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 7. maí til 4. júní 2020.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar eða gera athugasemdir við lýsinguna. Skila skal athugasemdum/ábendingum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 4. júní 2020.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frest, teljast samþykkir tillögunum.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?