Auglýsing um skipulag

Mynd af vef Vegagerðarinnar
Mynd af vef Vegagerðarinnar

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. nóvember eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru:

Deiliskipulagstillaga fyrir Bakka 2 í Ölfusi

Tillagan skilgreinir lóð sem er hluti af landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við fyrri samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar. Nýja lóðin fær nafnið Bæjarbrún.

Bakki 2 deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þórustaðanámu í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í mars á síðasta ári. Deiliskipulagið skilgreinir hámarksefnistökumagn, stækkun efnistökusvæðis og iðnaðarsvæði við námuna.

Þórustaðanáma greinargerð deiliskipulags tillaga

Þórustaðanáma deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 30. nóvember 2022 til 12. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 12. janúar 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Eftirtalin skipulags- og matslýsing var samþykkt til kynningar í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. nóvember, í samræmi við 1. málsgrein 30. greinar og 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulags- og matslýsing fyrir aðal og deiliskipulagsbreytingu vegna Núpanámu

Umfangi skipulagssvæðisins er breytt og efnismagn aukið. Til stendur að nýta efni úr námunni við næsta áfanga Suðurlandsvegar framhjá Hveragerði.
Í gildi er deiliskipulag fyrir námuna sem einnig stendur til að breyta til samræmis við þá aðalskipulagsbreytingu sem fyrirhuguð er.

Núpanáma skipulags- og matslýsing

 

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 30. nóvember til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 14. desember 2022 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?