Auglýsing um skipulagstillögur

Litla Sandfell
Litla Sandfell

 

Auglýsing um skipulagstillögur

 

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar á bæjarstjórafundi þann 14. desember sl. til auglýsingar. Tillögurnar voru fyrst samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss þann 6. desember sl.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir jörðina Hlíðarendi - landnr. L171724

Í deiliskipulagstillögunni eru settir skilmálar fyrir áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulag þar sem það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 40ha iðnaðarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið en það verður fellt út við gildistöku þess skipulags sem nú er lagt fram.

Hliðarendi DSK greinargerð

Hlíðarendi DSK uppdráttur

 

Litla Sandfell – Breyting á aðal- og deiliskipulagi

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir námasvæðið við Litla-Sandfell. Unnið hefur verið umhverfismat og liggur álit Skipulagsstofnunar þar um fyrir. Sértæk skipulagsákvæði fyrir svæðið eru óbreytt nema að námasvæðið er stækkað úr 24,3 ha. í 40 ha. og heildar efnistaka eykst úr 10.000.000 rúmmetrum í 18.000.000 rúmmetra. Áætluð efnitaka á ári er um 625.000 m3.

 

Litla Sandfell ASK – greinargerð

Litla Sandfell ASK – uppdráttur

Litla Sandfell DSK – greinargerð

Litla Sandfell DSK – uppdráttur

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 1. febrúar 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 1. febrúar 2024.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?