Nýjar lóðir til úthlutunar

Uppdráttur af nýju hverfi í Þorlákshöfn
Uppdráttur af nýju hverfi í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir lóðir lausar til úthlutunar í nýju hverfi er kallast Norðurhraun í Þorlákshöfn.

Hverfið er samofið Sambyggð, Norðurbyggð og Básahrauni. Það mótar skemmtilega heild við innkomu bæjarins með góðri tengingu við Ölfusbraut. Um 30 metrar eru frá Ölfusbraut að byggingarreit þar sem gróðurbelti og mön mun ramma hverfið inn. Flest húsin tengjast náttúrulegu umhverfi eða leiksvæðum. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og íþróttir.
Hverfið er eitt af mörgum skrefum sveitarfélagsins í átt að frekari uppbyggingu. Um er að ræða annan áfanga nýrrar byggðar þar sem þrettán einbýlishúslóðir og tíu raðhúslóðir fara í úthlutun. Raðhúsalengjurnar telja 3 einingar hver.

Gatnagerð er hafin á svæðinu og verður henni lokið í lok ágúst. Úthlutun lóða fer fram skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins sem má lesa hér.
Afhending og úthlutun miðast við 15. september 2020. 

Umsóknir fara fram í gegnum íbúa- og þjónustugátt sveitarfélagsins á forsíðu eða á www.olfus.ibuagatt.is.
Gjald er tekið fyrir hverja umsókn.

Deiliskipulagsuppdráttinn má skoða hér.

Upplýsingar úr greinargerð:

Einbýlishús:

Heimilt er að reisa einbýlishús á 1 hæð innan byggingarreits ásamt sambyggðri bílageymslu. Grunnflötur húss verði ekki stærri en sem nemur 35% af grunnfleti lóðar, útbyggingar meðtaldar. Þannig verði t.d. einbýlishús á 810 m² lóð því ekki stærra en 283 m² brúttó að grunnfleti, þ.m.t. bílageymsla.

Heimilt er að nýta rými í rishæð rúmist það innan tilskilinna hæðarmarka.

Mænishæð verði að hámarki 5,5 metrar yfir gólfkóta aðalhæðar.

Þar sem bindandi byggingarlína er skal 70% hluti húss vera við þá línu annars er staðsetning frjáls innan byggingarreits. Bílskúr skal aldrei standa nær lóðarmörkum en 7.0m

Bent er sérstaklega á vinkilform sem hentugan kost fyrir einbýlishús á þessu svæði. Þannig má mynda gott skjól fyrir vindum og ná kjöraðstæðum m.t.t. afstöðu til sólar.

Heimilt er að reisa bílageymslu fyrir allt að 2 bíla. Fjöldi bílastæða er a.m.k 3.


Raðhús:

Heimilt að reisa 3 íbúða raðhús á 1 hæð með innbyggðum bílageymslum. Á deiliskipulagsuppdrætti eru húsaeiningar í raðhúsalengjum almennt sýndar jafnbreiðar. Misbreiðar einingar eru heimilar innan byggingarreits lóðar án deiliskipulagsbreytinga. Heimilt er að aðlaga hús að landi með stallaðri gólfplötu. Mænishæð verði að öllu jöfnu 5,0 metrar yfir gólfkóta aðalhæðar, nema sé um einhalla þak að ræða er heimilt að fara í 5.5 m. Grunnflötur húss verði ekki stærri en sem nemur 120 m2 þar með talin bílgeymsla og útbyggingar. Frágengið yfirborð við húsvegg skal ekki vera neðar en 50 cm undir uppgefinni plötuhæð jarðhæðar og eru frávik frá því háð samþykki byggingarnefndar. Bílastæði sem liggja hornrétt á götu skulu ekki vera styttri en 7.0 metrar framan við bílageymslur.

Lóðirnar eru allar leigulóðir og kostnaður af þeim því einungis gatnagerðargjald skv. gjaldskrá og vísitölu. Þjónustugjöld byggingarfulltrúa sem og fyrirtökugjald nefndar, fyrir hverja umsókn, eru skv. gjaldskrá og vísitölu. Gatnagerðargjald fyrir raðhúsalóðir reiknast eftir stærð lóðar. Lóðir eru frá u.þ.b 1150-1850 m2.

Í kortasjá má skoða lausar lóðir.

Eftirfarandi einingar eru til úthlutunar:

Raðhúsalóðir:
Þurárhraun 1-3-5
Þurárhraun 2-4-6
Þurárhraun 7-9-11
Þurárhraun 13-15-17
Núpahraun 1-3-5
Núpahraun 2-4-6
Núpahraun 7-9-11
Núpahraun 8-10-12
Núpahraun 13-15-17
Núpahraun 14-16-18

 Einbýlishúsalóðir:

Þurárhraun 8
Þurárhraun 10
Þurárhraun 12
Þurárhraun 19
Þurárhraun 21
Þurárhraun 23
Þurárhraun 25
Þurárhraun 27
Þurárhraun 29
Þurárhraun 31
Þurárhraun 33
Þurárhraun 35
Þurárhraun 37

 

 

Fyrstu umsóknir verða teknar fyrir á næsta afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Einnig má sjá lista um aðrar lausar lóðir í sveitarfélaginu hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigmar Árnason á sigmar@olfus.is eða í síma 480-3800.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?