Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.

Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.

Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting í greinargerð og á sveitarfélagsuppdrætti. Bætt er inn nýju vatnsbóli og grannsvæði stækkað og bætt inn fjarsvæði. Um staðsetningu á nýja vatnsbólinu var unnið með ÍSOR að staðarvali og afmörkun á grannsvæðinu.

Breytingartillagan, greinargerð, umhverfisskýrsla og skýrsla frá ÍSOR verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 11. janúar 2019 til 22. febrúar 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, hér er hægt að finna nánari upplýsingar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með föstudeginum 22. febrúar 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á olfus@olfus.is.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?