Upplestur, blöðrur og bækur á barnabókahátíð

Meitillinn
Meitillinn

Bókabæjirnir austanfjalls efna til barnabókahátíðar í dag og á morgun. Af því tilefni mætir Sigrún Eldjárn, rithöfundur á bókasafnið í Þorlákshöfn og les upp úr bókum sínum

Bókabæjirnir austanfjalls efna til barnabókahátíðar í dag og á morgun. Af því tilefni mætir Sigrún Eldjárn, rithöfundur á bókasafnið í Þorlákshöfn og les upp úr bókum sínum. Sigrún hefur skrifað fjölmargar bækur og eru þær allar fáanlegar að láni á bókasafninu. Krakkar sem mæta á upplesturinn fá blöðru að gjöf auk þess sem þau geta fengið að lita og teikna ef þau vilja eftir upplesturinn.

Veitingastaðurinn Meitillinn tekur einnig þátt í hátíðinni. Þar er búið að raða bókum á hillur og geta gestir fengið að skoða bækurnar og lesa og börnin fá blöðrur að gjöf með merki bókabæjanna, á meðan birgðir endast.

Mikil dagskrá verður í tengslum við hátíðina á Selfossi á morgun en seinna í mánuðinu veriður síðan efnt til málþings um barnabækur í Þorlákshöfn.

Dagskrá á Selfossi laugardaginn 19. september
13:00 Mæting við Bókasafn Árborgar Selfossi við Austurveg 2. Bókabæjablöðrur fyrir börnin.

13:20 Skrúðganga frá bókasafninu að Fjölbrautaskóla Suðurlands með Fossbúa í fararbroddi.

13:50 til 15:30 Hátíðardagskrá í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands
Nokkrar stöðvar opnar fyrir skapandi hátíðargesti. Þær bera yfirskriftina: Bók verður til, Listaverk úr bókum sem enginn vill eiga og Lestrarhestahornið.

14:00. Leikfélag Selfoss sýnir leikþáttinn Gilitrutt

14:20. Margrét Eir syngur og leikur fyrir káta krakka

15:00   Lalli töframaður verður með töfrabrögð og blöðrublástur

15:30   Hátíðarlok

Á barnabókahátíðinni verður börnum boðið að taka virkan þátt í að skapa góðar minningar um bækur og lestur góðra bóka.

Bók verður til
Barnabókahátíðarbókin verður sköpuð af hátíðargestum sem fá tækifæri til að fylla hana af myndasögum, sögum, ljóðum og hverju sem þeim dettur í hug að setja í hana. Bókin verður svo bundin og merkt og höfð til sýnis á bókasöfnum Bókabæjanna austanfjalls.

Listaverk úr bókum sem enginn vill eiga
Boðið verður upp á námskeið í pappírsbroti og ýmiskonar föndri. Bókum sem enginn vill eiga verður fundið annað hlutverk í formi listaverka sem hátíðargestir búa til og taka með sér til minningar.

Lestrarhestahornið
Hátíðargestir mæta í myndatöku og deila með okkur sögu af góðri barnabók. Viðtölin birtast svo á heimasíðu Bókabæjanna austanfjalls bokabaeir.is.

Umsjón með stöðvum hafa: Gunnhildur Gestsdóttir, Rakel Unnardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Gróa Friðjónsdóttir, Violette Meysonnier og Hlíf Sigríður Arndal.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?