Áframhaldandi jákvæð þróun fjárhags og þjónustuframboðs Sveitarfélagsins Ölfuss

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss, fimmtudaginn 12. desember 2013,  var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2014-2017 samþykkt

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss, fimmtudaginn 12. desember 2013,  var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2014-2017 samþykkt.  Mikil vinna liggur að baki gerð áætlunarinnar en fjöldi starfsmanna sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar komu að gerð hennar.  Vandlega var farið ofan í allan rekstur en sérstök áhersla var lögð á skýra framtíðarsýn við gerð fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar.  Niðurstaða áætlunarinnar er bæði jákvæð og raunsæ en áfram verður unnið að því að viðhalda og bæta góða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

 

Eftirfarandi var bókun var gerð á fundinum:

 

"Áætlaðar heildartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss (A- og B-hluta) á árinu 2014 eru alls 1.693 m.kr., þar af eru tekjur A-hluta  áætlaðar á eftirfarandi hátt:

Skatttekjur  1.048 m.kr., framlög úr Jöfnunarsjóði 315 m.kr og aðrar tekjur 152 m.kr. Alls 1.515 m.kr.

Áætluð rekstrarútgjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru 1.562 m.kr., þar af eru laun og launatengd gjöld 755 m.kr., annar rekstrarkostnaður 676 m.kr.,og afskriftir 131 m.kr.

Niðurstaða samstæðunnar er því áætluð jákvæð um 131 m.kr. án fjármagnsliða.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir nettó 103 m.kr. og hafa lækkað umtalsvert frá fyrra ári vegna hagstæðari endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins á árinu sem er að líða.

Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 27.5 m.kr.

Áætlað veltufé frá rekstri er 226 m.kr.

Afborganir langtímaskulda eru áætlaðar 140 m.kr.

Gert er ráð fyrir 4.0% verðbólgu innan ársins.

Gjaldskrár fyrir grunnþjónustu sveitarfélagsins verða ekki hækkaðar, s.s. leikskólagjöld, dagvistun, skólamáltíðir svo og þjónusta við eldri borgara.  Aðrar gjaldskrár hækka almennt um 2%.

Þá er gert ráð fyrir fjárfestingum innan samstæðunnar alls kr. 156.5 m.kr og eru stærstu útgjaldaliðirnar þar 80 m.kr. til uppbyggingar fjarskiptakerfis í dreifbýli Ölfuss, lokafrágangur við nýbyggingu leikskólans Bergheima 15 m.kr. og endurbygging tónlistarálmu Grunnskólans í Þorlákshöfn 18.5 m.kr.

Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2014.

Á árunum 2015-2017 er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði með svipuðu sniði og á árinu 2014.

Áætlunin hefur verið unnin með það að markmiði að tryggja íbúum sveitarfélagsins sem besta grunnþjónustu samhliða enn frekari uppbyggingu á hinum ýmsu sviðum í þágu íbúa og samfélagsins í heild.

Sérstök áhersla er lögð á enn frekari uppbyggingu í þjónustu við leik- og grunnskólamál svo og í þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.

Áætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og vill bæjarstjórn þakka þeim fyrir þeirra framlag til þessarar vinnu".

 

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri


Fjárhagsáætlun 2014-2017

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?