Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2012

Ráðhús Ölfuss 2006
Ráðhús Ölfuss 2006
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2012

Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2012 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar þann 3. maí sl.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2012 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar þann 3. maí sl.

Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á síðasta ári.
Rekstrartekjur A-hluta voru alls 1.385.6 mkr. en rekstrarútgjöld 1.192.6 mkr. og fjármagnsliðir 8.3 mkr. og var rekstrarniðurstaða A-hluta því jákvæð um 201.3 mkr.
Rekstrartekjur samstæðu eða A- og B-hluta voru 1.578.6 mkr. en rekstrarútgjöld 1.323.4 mkr. og vaxtagjöld 18.9 mkr. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta var því jákvæð um 236.2 mkr.
Helstu ástæður fyrir góðum rekstri má rekja til þess að nýjir samningar náðust við Eignarhaldsfélagið Fasteign og er tekjufært í bókhaldi um 106 mkr vegna þess. Auk þess sem tekjur sveitarfélagsins hafa aukist milli ára.
Handbært fé frá rekstri var 331.9 mkr. fyrir A- og B-hluta og fjárfestingar 87.2 mkr. Afborganir langtíma lána voru 123 mkr og handbært fé í lok árs var 287,1 mkr.
Eignir samtals voru í árslok 4.046 mkr. og hækka milli ára úr 3.969 mkr. eða um kr. 77 mkr. Skuldir samtals voru í árslok 2.159 mkr. og lækka úr 2.319 mkr eða um 160 mkr. á milli ára. Langtímaskuldir í lok árs voru 1.925.7 mkr. og lækkuðu á árinu um 161.7 mkr. Lífeyrisskuldbindingar hækka um 11 mkr. á milli ára og eru 318 mkr í árslok.
Veltufjárhlutfall var 1.56 í lok árs og hafði hækkað úr 1.13 á árinu.
Eiginfjárhlutfall var 46.62%.
Engin lán voru tekin á árinu 2012.
Samkvæmt 64. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. laganna megi ekki vera hærri en sem nemur 150%. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er í árslok 2012 114% af rekstrartekjum og því vel undir hámarki sem lög kveða á um.
Bæjarstjórn þakkar forstöðumönnum og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir góða samvinnu við að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn setti sér um bættan rekstur sveitarfélagsins.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?