Auglýsing um skipulag

 

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 4. apríl sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Akurholt DSK

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Akurholt. Skipulagið nær til alls lands Akurholts, sem er 106 ha. að stærð. Deiliskipulagið inniheldur tvo reiti fyrir íbúabyggð þar sem staðsettar verða 25 íbúða lóðir á hvorum fyrir sig eða samtals 50 lóðir fyrir íbúðahúsnæði; frístundabyggð með 17 frístundalóðum; 3 Iðnaðarlóðir og að lokum 17 verslunar og þjónustulóðir.

 

Akurholt – uppdráttur

Akurholt – greinargerð

 

 

Reykjabraut 2 DSK

Deiliskipulag þetta nær yfir lóðina Reykjabraut 2 á Þorlákshöfn. Um er að ræða fyrrum „pósthúslóð“, þar sem stendur gamalt 2 hæða hús með atvinnurými á götuhæð og íbúð á efri hæð. Lóð þessi er mjög stór og er hér sótt um að byggja hús bæði norðan og sunnan við núverandi byggingu. Í aðalskipulagi Ölfus er svæðið skilgreint sem svæði fyrir íbúðarbyggð, ÍB1, byggðir með þéttleika upp á 12 íb/ha.

 

Reykjabraut 2 DSK

 

Gljúfurárholt 23 og 24 breytt DSK

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt um. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.

 

Gljúfurárholt 23 og 24 br. DSK

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 23. maí 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. maí 2024.

 

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?