Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Ölfuss á norðursvæði

Á 280. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25.6.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í reit Í-6 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8 íb/HA.

Tillagan liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 2. september til 16. október. 

Frestur til að gera athugasemdir er frá 2. september til 16. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is. Tillöguna má nálgast HÉR 

 

Auglýsing um fjórar deiliskipulagstillögur

Deiliskipulagsbreyting á norðursvæði í Þorkákshöfn – reitur Í-6

Á 280. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25.6.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í reit Í-6 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting deiliskipulagsins tekur að mestu til húsagerðar og lóðaskiptingar en aðrir þættir eru einnig endurskoðaðir svo sem lóðamörk, bílastæðafjöldi og gönguleiðir.  Uppdrátt má nálgast HÉR og greinargerð HÉR

 

Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir 2 - 4 / Kambastaðir

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna Mánastaða 1 og 2 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að Mánastöðum 2, sem er stærsta lóðin, er skipt upp í 4 lóðir, þrjár fyrir íbúðarhús og gestahús og eina fyrir sorpflokkun.

Tillögurna má nálgast HÉR

 

Deiliskipulag fyrir Dimmustaði í Ölfusi

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Dimmustaða 2 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir 4 lóðum á landinu og markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. . Samtals er hámarks byggingamagn 300 fermetrar á hverri lóð. Uppdrátt má nálgast HÉR og greinargerð HÉR.

 

Deiliskipulag fyrir Stóra Saurbæ 3

Á 282. fundi bæjarstjórnar Ölfuss 27.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Stóra Saurbæjar 3 í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Stóra Saurbæ 3. Landið er 4 HA að stærð og er því skipt í 3 lóðir í tillögunni. Á því er eldra íbúðarhús og nokkur úthús. Markaðir eru byggingarreitir fyrir ný íbúðarhús, frístundahús, bílskúra, skemmur og útihús.  Uppdrátt má nálgast HÉR og greinargerð HÉR

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 2. september til 16. október.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 2. september til 16. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?