Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku á tveimur stöðum í Sveitarfélaginu Ölfusi

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt umsókn frá Björgun ehf. um leyfi til efnistöku úr Lambafelli í Ölfusi sem bæjarstjórn Ölfuss hefur svo staðfest. Framkvæmdaleyfið byggir á samþykktu deiliskipulagi og matsgögnum fyrir efnistökuna og tekur til námu merkta E2 í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.

Framkvæmdaleyfið og önnur gögn má sjá hér fyrir neðan:

FramkvæmdaleyfiLambafell álit Skipulagsstofnunar Fylgiskjöl 3-9Lambafell vestur-umhverfisskýrsla fyrri hluti, Lambafell vestur-umhverfisskýrsla seinni hluti, 

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt umsókn frá Fossvélum ehf. um leyfi til efnistöku úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli í Ölfusi sem bæjarstjórn Ölfuss hefur svo staðfest. Framkvæmdaleyfið byggir á samþykktum matsgögnum fyrir efnistökuna og tekur til námu merkta E5 í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdaðilinn kosti úttekt óháðs aðila á umfangi efnistöku einu sinni á ári í samráði við sveitarfélagið.

Framkvæmdaleyfin með fylgigögnum má sjá hér fyrir neðan.

Framkvæmdaleyfi, Þórustaðanáma-álit Skipulagsstofnunar, Þórustaðanáma-matsskýrsla,  Þórustaðanáma-starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits,  Þórustaðanáma-viðbragðs-og öryggisáætlun, Þórustaðanáma-vinnslu-, frágangs- og landmótunaráætlun, Þórustaðanáma yfirlitsmynd

Hægt er að kæra þau til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?