Deiliskipulagstillögur til auglýsingar

Ferjukot í Ölfusi - Deiliskipulag

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 268, 4. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 104. fundi 27. 5. 2019.

Deiliskipulagsbreytingu fyrir Ferjukot í Sveitarfélaginu Ölfusi (L 212150) snýr að viðbótarreit fyrir lítil ferðaþjónustuhús norðan aðkomuvegar. Fyrir eru tveir reitir innan skipulags sem og núverandi hús sem er 1.160 m2. Ferjukot er 5 ha. að stærð og mun byggingarmagn fylgja reglu um nýtingarhlutfall 0.05 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Heildar magn bygginga á svæðinu öllu er því mest 2.500 m2 í samræmi við uppdrátt. Á nýjum reit er gert ráð fyrir sex litlum, tvískiptum húsum ásamt einu þjónustuhúsi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Deiliskipulagsuppdráttur Ferjukot

Vötn Lóð í Ölfusi - Deiliskipulag

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 269, 27. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 105. fundi 21. 6. 2019.

Deiliskipulagstillaga fyrir Vötn Lóð í Sveitarfélaginu Ölfusi (L 195051) Skipuleggja á landbúnaðarland fyrir eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og hús til búrekstrar. Mesta hæð húsa er 6.5 m og nýtingarhlutfall 0.05 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Lóðin er 3 ha og liggur austan við Þorlákshafnarveg 38. Svæðið er óskipulagt og án mannvirkja. Kaldavatnsheimæð kemur frá einkaveitu Bæjarþorps. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Deiliskipulög þessi verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 4. október til 15. nóvember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 8. nóvember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Ferjukot“ eða „Vötn Lóð“

Deiliskipulagsuppdráttur Vötn

Bæjarstjóri Ölfuss.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?