Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss

Ráðhúsið í vetrarbúningi
Ráðhúsið í vetrarbúningi

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2016-2019 var lögð fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær 10. desember sl. og var samþykkt samhljóða.

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2016-2019 var lögð fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær 10. desember sl. og var samþykkt samhljóða.

"Áætlaðar heildartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss (A- og B-hluta) á árinu 2016 eru áætlaðar alls 1.908 m.kr. þar af skiptast tekjur A-hluta á eftirfarandi hátt:
Skatttekjur 1.179 m.kr., framlög úr Jöfnunarsjóði 349 m.kr og aðrar tekjur 175 m.kr., alls 1.703 m.kr.
Tekjur B-hluta fyrirtækja eru áætlaðar 205 m.kr.
Áætluð rekstrarútgjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru 1.807 m.kr., þar af eru laun og launatengd gjöld 930 m.kr., annar rekstrarkostnaður 733 m.kr. og afskriftir 144 m.kr.
Niðurstaða samstæðunnar er því áætluð jákvæð um 101 m.kr. án fjármagnsliða.
Fjármagnsliðir eru áætlaðir nettó 80 m.kr. og er þvi áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um 21 m.kr.
Áætlað veltufé frá rekstri er 212 m.kr.
Afborganir langtímalána eru áætlaðar 122 m.kr.
Áætlað reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum í lok árs 2016 er um 97%.
Gert er ráð fyrir 3,2% verðbólgu innan ársins í samræmi við niðurstöður þjóðhagsspár Hagstofu Íslands.
Gjaldskrár fyrir þjónustu sveitarfélagsins verða almennt hækkaðar um 3.2% frá fyrra ári í samræmi við þjóðhagsspá.
Helstu áhersluliðir í áætluninni eru til kynningarmála sveitarfélagsins, viðhalds fasteigna þess svo og til umhverfismála en töluvert meiri fjármunum er varið í þessa málaflokka en verið hefur síðustu ár.
Þá er gert ráð fyrir fjárfestingum innan samstæðunnar alls um 199 m.kr. til margvíslegra verkefna.
Stærstu einstöku verkefnin eru 20 mkr. til leikskólans Bergheima, 13.5 mkr. til uppbyggingar leikskóla fyrir dreifbýli Ölfuss í samvinnu við  Hveragerðisbæ. Hönnun viðbyggingar við íþróttahúsið sem hýsa mun fyrirhugaða fimleikaaðstöðu i húsinu 10 mkr. Ný flokkunarstöð 29 mkr. og uppbygging umferðarmannvirkja 16 mkr.
Þá er gert ráð fyrir 60 mkr. hlutdeild sveitarfélagsins í framkvæmdum við höfnina en sveitarfélagið greiðir 40% af öllum kostnaði við dýpkun á móti ríkissjóði sem greiðir 60%.
Miklar vonir eru bundnar við fjölgun atvinnutækifæra og aukna þjónustu með eflingu hafnarinnar á næstu árum.
Á árunum 2016-2019 er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði með svipuðu sniði og á árinu 2015 og að unnið verði áfram að frekari uppbyggingu mannvirkja sveitarfélagsins svo og aukinnar og bættrar þjónustu með það að markmiði að álögur á íbúa sveitarfélagsins aukist ekki.Helstu áhersluþættir í framkvæmdum í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins 2017-2019 lúta að fræðslumálum og æskulýðs- og íþróttamálum en gert er ráð fyrir 108 mkr. til uppbyggingar á leikskólum 90 mkr. vegna leikskólans Bergheima og 18 mkr. vegna leikskóla í Hveragerði.  
Þá er gert ráð fyrir um 180 mkr. fjárfestingu í íþróttamannvirkjum og ber þar hæst viðbygging fimleikahúss við íþróttahúsið en 150 mkr. er áætlaðar til verksins.Áætlunin hefur verið unnin með það að markmiði að bæta svo og tryggja íbúum sveitarfélagsins öfluga grunnþjónustu samhliða enn frekari uppbyggingu á ýmsum sviðum í þágu íbúa og samfélagsins í heild. Fjárhagsáætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu bæjarstjórnar sveitarfélagsins í heild sinni og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins. Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag til þessarar vinnu“

 Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2016-2019

  

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?