Fjárhagsáætlun samþykkt

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2015-2018 var tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær 11. desember 2014 og samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2015-2018 var tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær 11. desember 2014 og samþykkt samhljóða.


"Áætlaðar heildartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss (A- og B-hluta) á árinu 2015 eru áætlaðar alls 1.825 m.kr. þar af eru tekjur A-hluta eftirfarandi:
Skatttekjur 1.127 m.kr., framlög úr Jöfnunarsjóði 324 m.kr og aðrar tekjur 164 m.kr., alls 1.615 m.kr.
Tekjur B-hluta fyrirtækja eru áætlaðar 210 m.kr.
Áætluð rekstrarútgjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru 1.692 m.kr., þar af eru laun og launatengd gjöld 869 m.kr., annar rekstrarkostnaður 684 m.kr. og afskriftir 139 m.kr.
Niðurstaða samstæðunnar er því áætluð jákvæð um 133 m.kr. án fjármagnsliða.
Fjármagnsliðir eru áætlaðir nettó 75 m.kr. og hafa lækkað umtalsvert frá fyrra ári vegna lækkunar verðbólgu og niðurgreiðslu lána.
Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 57,8 m.kr.
Áætlað veltufé frá rekstri er 239 m.kr.
Afborganir langtímalána eru áætlaðar 125 m.kr.
Áætlað reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum í lok árs 2015 er 96,8%
Gert er ráð fyrir 2,7% verðbólgu innan ársins í samræmi við niðurstöður þjóðhagsspár Hagstofu Íslands.
Gjaldskrár fyrir þjónustu sveitarfélagsins verða almennt hækkaðar um 2,7% frá fyrra ári í samræmi við þjóðhagsspá.
Þá er gert ráð fyrir fjárfestingum innan samstæðunnar alls kr. 139 m.kr. til ýmissa verkefna.
Stærstu einstöku verkefnin eru kaup á eignarhlut í leikskólum Hveragerðisbæjar 32 m.kr. og hönnun og rannsóknir vegna endurbóta á höfninni 27,5 m.kr. Áætlaðar eru 9,2 m.kr. til uppbyggingar á skrúðgarði bæjarins, 12,5 m.kr. til uppbyggingar á gatna og göngustígakerfi bæjarins, 10,75 m.kr. til tækjakaupa fyrir þjónustumiðstöð, 5 m.kr. til framkvæmda við golfvöll auk ýmissa annarra smærri framkvæmda.
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2015.
Á árunum 2016-2018 er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði með svipuðu sniði og á árinu 2015.
Í þriggja ára áætlun 2016-2018 er áætlað að leggja 50 m.kr. til frekari uppbyggingar á leikskólanum Bergheimum, 35,5 m.kr. til uppbyggingar á gámasvæði. Þar er einnig gert ráð fyrir uppbyggingu áhalda- og fimleikaaðstöðu við íþróttahúsið og eru settar 120 m.kr. í verkefnið á árunum 2017 og 2018. Bætt aðstaða fjölgar tímum í íþróttahúsi fyrir iðkendur allra deilda og samhliða verður loftræsting í íþróttahúsi bætt. Stærsta einstaka verkefnið á fjögurra ára áætlun eru endurbætur á höfninni en 522,5 m.kr. er áætlaður hlutur sveitarfélagssins til verkefnisins á árunum 2016-2018. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 2.200 mkr.
Áætlunin hefur verið unnin með það að markmiði að bæta svo og tryggja íbúum sveitarfélagsins öfluga grunnþjónustu samhliða enn frekari uppbyggingu á ýmsum sviðum í þágu íbúa og samfélagsins í heild.
Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu vegna þjónustu við fræðslumál, æskulýðs- og íþróttamál og í uppbyggingu hafnarmannvirkja. Miklar vonir eru bundnar við fjölgun atvinnutækifæra og aukna þjónustu með eflingu hafnarinnar á næstu árum.
Fjárhagsáætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu bæjarstjórnar sveitarfélagsins í heild sinni og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins. Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra mikla framlag til þessarar vinnu.



 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?