Hlekkur á útsendingu frá 312.fundi bæjarstjórnar Ölfuss 26.01.2023

Hlekkur  á 312.fund bæjarstjórnar Ölfuss

 

Bæjarstjórn Ölfuss - 312

 

FUNDARBOÐ

312. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 26. janúar 2023 og hefst kl. 16:30.

Dagskrá :

Almenn mál

1.

1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.

 

Breyting á varamanni B-lista í framkvæmda- og hafnarnefnd. Lögð er fram tillaga um að Hrönn Guðmundsdóttir verði varamaður í framkvæmda- og hafnarnefnd í stað Katrínar Óskar Sigurgeirsdóttur.

 

   

2.

2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins

 

Staða verkefnisins, engin gögn fylgja.

 

   

3.

1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 10.01.2023 til kynningar og erindi frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar til sveitarstjórnar um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga til afgreiðslu. Einnig er í fundargögnum skipting á framlögum sveitarfélaga fyrir árið 2023.

 

   

4.

2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi

 

Breyting á deiliskipulagi við Raufarhólshelli hefur verið auglýst í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir þjónustubyggingu við núverandi bílastæði.
Umhverfisstofnun kom með ábendingu varðandi byggingarreitinn og hraunið á svæðinu þegar stofnunin var beðin um umsögn. Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Að mati stofnunarinnar er stór hluti svæðisins þegar raskaður og lögð er áhersla á í gildandi deiliskipulagi að raska ekki hrauni frekar. Hins vegar þarf að skoða nánar hvort nýr byggingarreitur sé staðsettur á óröskuðu hrauni. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að við ákvörðun á staðsetningu fyrir byggingarreit séu valin svæði sem þegar eru röskuð og/eða á hraunasvæði þar sem að hraunið hefur misst verndargildi sitt. Einnig hefur umfjöllun um fráveitu verið breytt í samræmi við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulagsnefnd áréttar að nýr byggingarreitur í tillögunni er að hluta á svæði þar sem hrauninu hefur þegar verið raskað og að hluta á svæði sem hraunið hefur misst

 

   

5.

2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - breyting 3 á skipulagi

 

Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi Móa vegna nýs miðbæjar. Í stórum dráttum fjalla breytingarnar um eftirfarandi: Aðalskipulagi er breytt þannig að fleiri íbúðir verði heimilaðar á svæðinu. Deiliskipulagsbreytingin fjallar um breytingu á byggingarreitum þannig að torg myndist miðsvæðis, sem hinar ýmsu byggingar sem hýsa miðbæjarstarfsemi, hótel og íbúðir eiga að standa við.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

6.

2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting

 

Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina. Hæð húsa á svæðinu hefur verið lækkuð úr 2 hæðum í eina hæð vegna ábendinga frá íbúum sem þegar búa á svæðinu.

Á síðasta fundi var málinu frestað meðan ferskvatnsmál væru skoðuð. Formaður ásamt skipulagsfulltrúa hafa fundað með landeiganda.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

7.

2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli

 

Tillagan hefur verð auglýst áður en er nú auglýst aftur, þar sem ekki náðist að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

8.

2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging

 

Tillagan kemur nú í annað sinn fyrir nefndina. Hún hefur verið auglýst áður án athugasemda. Það var frá 2. febrúar til 16. mars 2022 fyrir auglýsingu nýs aðalskipulags. Þar sem tillagan nýtir rýmri heimildir nýs aðalskipulags til uppbyggingar á landbúnaðarlandi þarf að fjalla um hana aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar eða 3. málsgrein 41. og 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. eftir því sem þörf er á.

 

   

9.

2203018 - DSK - Breyting 2 á deiliskipulagi Mói -Hnjúkamói 2 og 4

 

Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar en Umhverfisstofnun kom með ábendingu varðandi hraun á svæðinu. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag samkvæmt 2. málsgr. 41. greinar skipulagslaga. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sveitarfélagsins um hraunið og hraunmyndanir á svæðinu.

 

   

10.

2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði

 

Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars hefur íbúðum í húsinu verið fækkað í 35.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

11.

2207006 - DSK Hveradalir

 

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að tillagan hefði verið samþykkt í sveitarstjórn á undan nýju aðalskipulagi. Einnig barst athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í 3 liðum við tillöguna.
Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdirnar eftir því sem við á.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

12.

2201044 - DSK Deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga Vesturbyggð - Vesturberg

 

Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars er nú sýnt helgunarsvæði rafstrengs í jörðu, skipulagsgögn sett fram sem breyting á skipulagi fyrri áfanga en ekki sem sjálfstætt deiliskipulag. Skilmálar fyrri áfanga eru færðir inn og skipulagsmörkum hefur verið breytt til samræmis við það að um breytingu á skipulagi en ekki sjálfstætt skipulag sé um að ræða.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

13.

2212036 - ASK Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2020-2036

 

Við lokauppsetningu aðalskipulags voru gerð mistök í greinargerð skipulagsins. Þetta á sérstaklega við kaflann sem fjallar um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi. Sá kafli varð töluvert öðruvísi í endanlegu útgáfunni í því skipulagi sem tók gildi en í þeirri útgáfu sem var auglýst. Svo virðist sem Almennu skilmálarnir fyrir frístundabyggð í kafla 4.1.2 hafi verið endurteknir í kafla 4.1.3 í stað þeirra sem sveitarstjórn hafði samþykkt þegar tillögunni var skilað inn til samþykktar Skipulagsstofnunnar. Þar sem verulegur munur er á heimildum til uppbyggingar þarf að laga þetta.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

14.

2212001F - Stjórn vatnsveitu - 9

 

Fundargerð 9.fundar stjórnar vatnsveitu frá 07.12.2022 til staðfestingar.

 

   

15.

2212004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 44

 

Fundargerð 44.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 19.12.2022 til kynningar.

 

   

16.

2212002F - Bæjarráð Ölfuss - 388

 

Fundargerð 388.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 15.12.2022 til staðfestingar.

 

   

17.

2212003F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 43

 

Fundargerð 43.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.01.2023 til staðfestingar.

 

   

18.

2301004F - Stjórn vatnsveitu - 10

 

Fundargerð 10.fundar stjórnar vatnsveitu frá 11.01.2023 til staðfestingar.

 

   

19.

2301005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 6

 

Fundargerð 6.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 11.01.2023 til staðfestingar.

 

   

20.

2301006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 35

 

Fundargerð 35.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 12.01.2023 til staðfestingar.

 

   

21.

2301009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 45

 

Fundargerð 45.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 16.01.2023 til kynningar.

 

   

22.

2301002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 44

 

Fundargerð 44.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.01.2023 til staðfestingar.

 

   

23.

2301007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 38

 

Fundargerð 38.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.01.2023 til staðfestingar.

 

   

24.

2301001F - Bæjarráð Ölfuss - 389

 

Fundargerð 389.fundar bæjarráðs frá 19.01.2023 til staðfestingar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

25.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022 og 917.fundar frá 20.01.2023 til kynningar.

 

   

26.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerð 316. stjórnarfundar SOS frá 12.12.2022 og fundargerð félagsfundar SOS frá 04.01.2023 til kynningar.

 

   

27.

2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundargerð 54.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.12.2022 til kynningar.

 

   

27.

1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.

 

Fundargerðir 47.fundar stjórnar Bergrisans frá 30.11.2022 og 48.fundar frá 19.12.2022 til kynningar.

 

   

29.

1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.

 

Fundargerð 591.fundar stjórnar SASS frá 24.01.2023 til kynningar.

 

   

 

24.01.2023

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?