Stofnanir Ölfuss auglýsa eftir sumarstarfsfólki

Ráðhús Ölfuss 2005
Ráðhús Ölfuss 2005

Stofnanir Sveitarfélagsins Ölfuss, auglýsa eftir sumarstarfsfóki í ýmis störf. Sumarafleysingu vantar á bókasafnið, hjá Þjónustuíbúðum fatlaðra, í heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra og sumarstarfsfólk í vinnuskóla og þjónustumiðstöð.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftirtalin sumarstörf til umsókna hjá stofnunum Sveitarfélagsins:

 

VINNUSKÓLI OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

Hægt er að sækja um störfin frá og með 15.04. 2015 með að senda póst á david@olfus.is eða með því að skila inn umsókn á bæjarskrifstofur Ölfus.

 Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2015

Störf hjá vinnuskólanum:

Yfirflokkstjóri vinnuskólans

 • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt garðyrkjustjóra.

 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum).

 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.

 • Bílpróf skilyrði.

 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.

 • Lágmarksaldur 22 ára.

   

Flokkstjórar vinnuskólans

 • Umsjón með vinnuhóp í vinnuskólanum.

 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum              

  tengd vinnuskólanum).

 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.

 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.

 • Lágmarksaldur 20 ára.

   

Störf hjá garðyrkjudeild og þjónustumiðstöð:

Verkstjóri yfir sláttudeild

 • Umsjón með starfsmönnum sláttuhóps.

 • Skipulagning- og ábyrgð á garðslætti og hirðingu á opnum svæðum í samráði við garðyrkjustjóra.

 • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.

 • Reynsla af viðhaldi véla og vinnuvélaréttindi æskileg.

 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar.

 • Lágmarksaldur 22 ára.

   

Sumarstarfsfólk í sláttudeild og þjónustumiðstöð

 • Vinna við við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum ásamt tilfallandi verkefnum  Þjónustumiðstöðvar.

 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.

 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.

 • Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.

 • Lágmarksaldur 18 ára.

 

 Nánari upplýsingar veitir Davíð Halldórsson  garðyrkjustjóri í síma 899 0011 eða  david@olfus.is

 

HEIMAÞJÓNUSTA OG DAGDVÖL ALDRAÐRA eða 9-an

Auglýsir eftir sumarstarfsfólki í eftirfarandi störf:

 • Starfsmaður óskast í hlutastarf í heimaþjónustu á kvöld- og helgarvaktir frá 10. júlí til 17. ágúst.

 • Starfsmann vantar í heimaþjónustu í 70% starf frá 1 júlí til 20 ágúst.

 • Starfsmann vantar fyrir dagdvöl aldraðra í 80% starf frá 1. júlí til 21. ágúst

Laun eru skv. Kjarasamningum FOSS

Reynsla af starfi með öldruðum,  lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.

Markmið félagslegrar heimaþjónustu og Dagdvalar er að stuðla að og styðja notanda þjónustunnar til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.

Einnig auglýsum við eftir matráð í eldhús frá 13 júlí til 20 ágúst.

Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 483-3614.

Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofum og skal umsóknum skilað fyrir 1.júní nk.

 

BÆJARBÓKASAFN ÖLFUSS

Starfsmann vantar í sumarafleysingu á Bæjarbóka- og byggðasafn Ölfuss. Um er að ræða fjölbeytt starf á bókasafni og upplýsingamiðstöð auk ýmissa starfa vegna byggðasafns.

Skilyrði er að viðkomandi sé sjálfstæður í vinnu, vel að sér um skipulag bókasafnsins, þjónustulipur, geti tjáð sig á enska tungu og þekki til hugbúnaðar eins og word og excel.

Nánari upplýsingar veitir Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi í síma 8636390 eða um netfangið barbara@olfus.is.

Hægt er að sækja um starfið til og með 30. apríl, með því að senda netpóst á barbara@olfus.is eða fylla út umsóknareyðublað og skila inn á bókasafni eða á bæjarskrifstofu. Í umsókn komi fram reynsla og menntun auk annars sem talist getur líklegt til að auka möguleika viðkomandi á að fá vinnu.

 

ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR FYRIR FATLAÐA, Selvogsbraut 1

Þrjá starfsmenn vantar í sumarafleysingu í 80-90% stöðugildi. Vinnutími er vaktavinna.

Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða og styðja íbúa í daglegu lífi.

Helstu markmið eru:
 -faglegt starf með fötluðum einstaklingum
 -einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta

Hæfniskröfur:
 -Reynsla af störfum með fötluðum
 -Sjálfstæði í starfi og skipulagshæfni
 -Hæfni í mannlegum samskiptum
 -Jákvæðni og góð þjónustulund

Viðkomandi þarf að geta byrjað 30. maí 2015.

Öllum umsóknum verður svarað

Nánari upplýsingar veitir Steinunn E. Þorsteinsdóttir, forstöðukona í síma 483 3676, 848 6737 eða selvogur@olfus.is


Þorlákshöfn  hafnarvörður

  

Hafnarsjóður Þorlákshafnar auglýsir hér með eftir starfsmanni til afleysinga í sumar.

Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu og í því felst m.a.:  hafnarvarsla, þrif og  viðhald á hafnarmannvirkjum, vigtun og vinna á hafsögubátnum Ölver.

Menntun og hæfniskröfur: 

     •   Skipstjórnarpróf er æskilegt

     •   Vélstjórnarpróf er kostur svo og almenn tölvukunnátta

     •   Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi

     •   Snyrtimennska og reglusemi er nauðsynleg

     •   Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. 

     •  Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí.

     •  Umsóknareyðublöð fást á hafnarskrifstofunni eða vef sveitarfélagsins www.olfus.is

     •  Umsóknarfrestur er til 30. Apríl 2015.

     •  Umsóknum skal  skilað á skrifstofu Hafnarsjóðs Þorlákshafnar Hafnarbakka 8.
 

Sveitarfélagið Ölfus er framsækið sveitarfélag og leggur ríka áhersla á góðan starfsanda á vinnustað.  Þá er leitast við að auka möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Jónsson hafnarstjóri í síma 480-3602 691-6575 eða hjortur@olfus.is

 

 


X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?