Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skyggni

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skyggni Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 269, 27. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 105. fundi 21. júní 2019. sl.

Deiliskipulag fyrir Skyggni í Sveitarfélaginu Ölfusi (landnr. 226002) tekur til byggingar frístundahúss, hesthúss og gestahúsa. Lóðin Skyggnir er 10,7 ha að stærð, stofnuð árið 2017 úr landi Kirkjuferjuhjáleigu (landnr. 171749). Í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Skv. skipulagi er heimilt er að byggja íbúðarhús og frístundahús þó þau tengist ekki búrekstri. Aðkoma að lóðinni er af Kirkjuferjuvegi nr. 3915.

Skipulag tekur til 1,5 ha svæðis. Vatnslögn Bakkarárholtsveitu/Berglindar liggur um land Skyggnis. Skipulagssvæðið flokkast ekki sem svæði undir sérstaka vernd náttúrufyrirbæra. Aðalskráning fornminja er lokið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Engar þekktar fornminjar eru innan skipulagssvæðisins.

Á skipulagssvæðinu eru skilgreindir tveir byggingarreitir, B1: allt að 150 m2 frístundahús og tvö gestahús sem hvert um sig getur verið allt að 40 m2 að stærð, B2: allt að 300 m2 hesthús. Mænishæð er allt að 6,0 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 11. september til 25. október 2019. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 25. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Skyggni“

Skipulagsuppdráttur
Greinargerð

Bæjarstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?