Verkefnastjóri við stofnun Þekkingarseturs

Sveitarfélagið Ölfus vinnur nú að stofnun Þekkingarseturs sem verður sérstaklega sérhæft í framleiðslu umhverfisvænna matvæla. Fyrir liggur áhugi á stórsókn í laxeldi í sveitarfélaginu þar sem meðal annars er horft til framleiðslu á allt að 40.000 tonnum af fullöldum laxi í landkvíum.  Þá er horft til vaxandi ylræktar, alifugla- og svínaræktar, framleiðslu á vatni, ræktun smáþörunga, sóknar í villta fiskistofna og ýmislegt fl. Samhliða verður horft til stuðnings við ferðaþjónustu, og annarra vaxandi atvinnugreina í sveitarfélaginu. 

Til að gera undirbúninginn markvissari hefur verið tekin ákvörðun um að ráða verkefnastjóra sem falið verður að stjórna undirbúningi verkefnisins.

Leitað er eftir drífandi einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og þekkingu hvað varðar matvælaframleiðslu, nýsköpun, starfsemi þekkingarklasa og reksturs sambærilegra verkefna.  Þá er einnig æskilegt að viðkomandi þekki til innlendra og erlendra styrkjakerfa og hafi reynslu af slíkum umsóknum.  Reynsla og eða þekking tengd ferðaþjónustu er æskileg. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri.

Helstu verkefni:

Vinna að stofnun Þekkingarseturs í Ölfusi með höfuðáherslu á framleiðslu umhverfisvænna matvæla.

Móta starfsumhverfi hins nýja þekkingarseturs.

Annast samskipti við hagsmunaaðila og leita eftir aðkomu við stofnun og rekstur setursins.

Annast undirbúning styrkumsókna í erlenda jafnt sem innlenda sjóði.

Vinna með fyrirtækjum sem þegar hafa hafið undirbúning að framleiðslu umhverfisvænna matvæla í Ölfusi og nágrenni.

Vinna með fyrirtækjum sem þegar eru í rekstri á því sviði sem Þekkingarsetrið starfar.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Raungreinaþekking sem nýtist í samskiptum við matvælafyrirtæki svo sem matvælafræði og líffræði.

Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Góð hæfni í að tjá sig í ræðu og riti í íslensku, ensku og að lágmarki einu af skandinavísku tungumálunum.


Nánari upplýsingar veitir Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Umsóknum skal skilað á ellidi@olfus.is

Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2020.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?