Vinsamleg beiðni til íbúa um að:

Vinsamleg beiðni til íbúa um að:

  • Snyrta og klippa trjágróður sem liggur að götum og gangstígum.
  • Geyma ekki hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna á götum bæjarins þar sem þau geta valdið óþægindum eða hættu.

Sérstaklega getur þetta verið slæmt núna þegar vetur gengur í garð og er þá fyrir vegna snjómoksturs.

 

Að gefnu tilefni:

LÖGREGLUSAMÞYKKT fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

  1. KAFLI Um reglu, velsæmi og almennt öryggi á almannafæri.
  2. gr.

Húseigendum eða umráðamönnum húseigna er skylt að hlíta fyrirmælum sveitarstjórnar um frágang girðinga o.þ.h. sem liggja að almannafæri. Einnig skal húsráðendum skylt að snyrta allan gróður, þ.m.t. trjágróður sem liggur að götum, gangstéttum og gangstígum, þannig að umferð vegfarenda sé óhindruð. Sveitarstjórn getur sett nánari reglur um skerðingu gróðurs. Hlíti húseigandi eða lóðarhafi ekki fyrirmælum sveitarstjórnar um frágang samkvæmt þessari grein er heimilt að láta vinna verkið á hans kostnað enda sé honum tilkynnt um það með hæfilegum fyrirvara.

  1. KAFLI. Um ökutæki, umferð o.fl. 22. gr.

Í þéttbýli má ekki leggja vörubifreiðum sem eru 7,5 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðum sem flytja mega 10 farþega eða fleiri, á götum eða almenningsbifreiðastæðum nema þau séu til þess ætluð. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga þeirra. Sveitarstjórn getur veitt undanþágu frá banni þessu og skal þá afmarka og merkja sérstaklega þá staði þar sem undanþága hefur verið veitt. Bannað er að leggja vinnuvélum, stórum vörubílum eða flutningabílum, eftirvögnum og tengivögnum í íbúðargötur í þéttbýli. Lögreglustjóri getur bannað stöðu eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla, á götum og almennum bifreiðastæðum sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu. Bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir einnig um smærri sem stærri hluti svo sem gáma, kerrur, bíla, bílhluta, báta, skipsskrokka og annað þess háttar. Heimilt er heilbrigðiseftirliti, að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum þar sem tiltekinn er ákveðinn frestur eigenda til úrbóta, að fjarlægja framangreinda hluti, þ.m.t. númerslausar bifreiðar og bílflök. Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?