Frístundastyrkir í Sveitarfélaginu Ölfusi
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 15. desember síðastliðinn var samþykkt að taka upp frístundastyrki fyrir börn og unglinga frá og með árinu 2017.
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 15. desember síðastliðinn var samþykkt að taka upp frístundastyrki fyrir börn og unglinga frá og með árinu 2017.
Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur ákveðið að hefja beinar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Norrænu og einungis verður boðið upp á vöruflutninga á nýju siglingaleiðinni. Fest hafa verið kaup á 19 þúsund tonna ferju sem tekur 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð og á hún að hefja siglingar í byrjun apríl 2017. Ferjusiglingarnar munu stórauka umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Lið Ölfuss vann glæsilegan sigur á liði Árneshrepps í 16 liða úrslitum Útsvarsins á RÚV síðastliðinn föstudag.
Sara Blandon og Sigurdís Sandra Tryggvadóttir voru stórkostlegar og þvílíkar hetjur að spila og syngja úti í desember!
Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur.
Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 31. desember nk.Tilnefningar má einnig senda á netfangið: menntaverdlaun@sudurland.is