Sveitarfélagið Ölfus, auglýsingar um skipulag

Olfus_merki
Olfus_merki

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa eftirfarandi:

Sveitarfélagið Ölfus, auglýsingar um skipulag.

 

Skíðaskálinn í Hveradölum.

1.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan tekur til lands Skíðaskálans í Hveradölum.

Greinargerð, uppdráttur og umhverfis- og tilkynningarskýrsla dagsett 11.01.2017.

Viðfangsefni breytingarinnar er að stækka reit V2 verslun og þjónusta þar sem Skíðaskálinn í Hveradölum er.

Aðalskipulagsbreyting.

Greinargerð með aðalskipulagi vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði.


2.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skíðaskálann í Hveradölum er samanstendur af greinargerð, uppdrætti og umhverfis- og tilkynningarskýrslu dagsett 11.01.2017.

Skilgreind hefur verið ný lóð fyrir Skíðaskálann í Hveradölum sem er 46 ha og eru um leið mörk deiliskipulags fyrir svæðið.

Megin markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnumörkun sem miðar að því að Skíðaskálinn verði miðstöð útivistar og heilsuræktar í Hveradölum. Nálægð við orkumannvirki gerir það mögulegt að jarðhitavatn frá Hellisheiðarvirkjun sé nýtt við uppbyggingu baðlóns og hótels. Í deiliskipulaginu er lögð áhersla á að mannvirki falli vel að landi og séu hógvær í annars viðkvæmu landslagi.

Skíðaskálinn í Hveradölum, umhverfis- og tilkynningarskýrsla.

Skíðaskálinn í Hveradölum, deiliskipulag, tillaga að deiliskipulagi.

Raufarhólshellir.

3.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningu á skipulagsgögnum er lokið fyrir breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir Raufarhólshelli. Skipulagsgögn hafa verið lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagstofnunar.

Með breytingunni verður gert ráð fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Raufarhólshelli, AF1.

 

4.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Raufarhólshelli er samanstendur af greinargerð, uppdrætti og umhverfisskýrslu dagsett 13.12.2016. Framkvæmdir unnar í samráði við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Tillagan tekur til ferðamannasvæði við Raufarhólshelli þar sem áætlað er að koma upp aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum í hella- og norðurljósaferðir. Megináhersla deiliskipulagsins er að tryggja öryggi gesta og setja ramma um fyrirhugaða starfsemi á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Deiliskipulagsuppdráttur sýnir byggingarreit fyrir nýbyggingu á deiliskipulagssvæðinu. Mesta hæð á byggingu er 3,2 m yfir gólfkvóta og aðeins leyft að byggja eina hæð. Heimilt er að byggja allt að 200 m2 hús til að hýsa tæknirými, salerni, búnað fyrir hellaskoðun, miðasölu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Bílaplan hefur verið lagfært og stígar sem gerir verða, eru til að koma í veg fyrir átroðning á landinu umhverfis hellinn.

 

 

 

Iðnaðarsvæði vestan við bæinn.

5.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillaga fyrir iðnaðarsvæði vestan við Þorlákshöfn. Svæðið er í suðurhluta iðnaðarreits Sandur I24. Deiliskipulagið er í samræmi við samþykkt aðalskipulag fyrir svæðið. Deiliskipulagið tekur til 12 iðnaðarlóða. Á lóð nr. 9 er fyrirhugað að Lýsi hef verði með hausaþurrkunarverkun. Lóðin er í um 3.75 km fjarlægð frá byggðinni.


Deiliskipulag fyrir skika úr landi Vatna.

6.    Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að deiliskipulaginu er í samræmi við aðalskipulag, uppbyggingu á landbúnaðarlandi.

Afmörkuð lóð er um 2.25 ha. Í samræmi við aðalskipulag, gr. 3.2.1, landbúnaðarsvæði er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, bílgeymslu, eitt frístundahús og byggingar til landbúnaðarnota á landi sem er 2-10 ha.

 

Tillögurnar liggja frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 26. janúar til 9. mars 2017 og einnig inni á www.olfus.is.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 9. mars 2017. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.  Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

 

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

 

Lýsing  að aðalskipulagsbreyting, afþreyingar- og ferðamannasvæði.

7.    Innan þjóðlendu í Ölfusi eru skálar í og við Innstadal. Unnin er lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna afþreyingar- og ferðamannasvæða í og við Innstadal. Breytingin tekur til uppdráttar og greinargerðar. Í aðalskipulagi er merkt V17, verslunar- og þjónustusvæði í mynni Innstadals. Þar fyrir eru fjórir skálar. Þessi svæði sem og fyrir skála inni í Innstadal, er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 

Lýsingin fyrir aðalskipulagsbreytinguna liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 26. janúar til 14. febrúar 2017 og einnig inni á www.olfus.is.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 14. febrúar 2017. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. 

 

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?