Þrettándabrennu aflýst
Þar sem spáð er norðaustanátt, 15 m/sek um klukkan sex í kvöld, hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennu með tilheyrandi blysför og flugeldasýningu.
Þar sem spáð er norðaustanátt, 15 m/sek um klukkan sex í kvöld, hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennu með tilheyrandi blysför og flugeldasýningu.
Í gær tilkynntu Samtök íþróttamanna um niðurstöðu á kjöri íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var kjörinn Íþróttamaður ársins 2015 af Samtökunum. Ölfusingar áttu fulltrúa á svæðinu, en það var hún Gyða Dögg Heiðarsdóttir sem ásamt Ingva Birni Birgissyni tók á móti viðurkeningum ÍSÍ sem mótorhjólaakstursíþróttamaður MSÍ árið 2015
Síðustu tónleikar Tóna við hafið á árinu verða haldnir í Þorlákskirkju mánudaginn 28. desember, á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins, eins af frumbyggjum Þorlákshafnar.
Það er reglulega verið að færa bókasafninu bókagjafir og hefur verið tekið við bókagjöfum frá íbúum Ölfuss séu bækurnar heilar og gefnar kvaðalaust. Í haust féll bókasafninu í skaut nokkrir kassar af barnabókum á ensku. Starfsfólki leik- og grunnskólans bauðst að velja bækur fyrir skólana, en eftir voru fjölmargar sérlega vel með farnar og áhugaverðar bækur. Þegar hugleitt var hvað best væri að gera við þær, rifjaðist upp einstakt verkefni sem Jana Ármannsdóttir stofnaði til fyrr á árinu