Dagskrá á Degi íslenskrar náttúru
Haldið verður upp á Dag íslenskrar náttúru á margvíslegan hátt í Þorlákshöfn. Í leik- og grunnskólanum verður dagurinn nýttur í ýmis útiverkefni og kl. 17:00 er íbúum boðið á afhendingu umhverfisverðlauna í skrúðgarðinum og afhjúpun nýrra skilta við gatnamót Reykjabrautar og Skálholtsbrautar.