Hátíð í bæ á þjóðhátíðardaginn
Það var hátíðarbragur yfir bænum í gær þegar haldið var upp á þjóðhátíðardaginn. Það var fimleikadeild Þórs sem skipulagði viðburði yfir daginn og var dagskráin fjölbreytt og hátíðleg. Lúðrasveit Þorlákshafnar fór fyrir skrúðgöngu um bæinn og í kjölfarið tók við hátíðardagskrá í íþróttahúsinu.